Veldu tungumál

Choose language

Á nćstunni

16. mars 2014
The Immigrant eftir Charlie Chaplin viđ lifandi píanóundirleik
Kaupa miða

17. apríl 2014
6. Sinfónía Mahlers
Í senn ógnvćnleg og ljúf
Kaupa miða

24. apríl 2014
Pollapönk
SN og TA
Viđ erum međ ykkur nćstum alla leiđ

Kaupa miða

Bakhjarlar
Háklassík á skírdag og pönk á sumardaginn fyrsta

08. apríl 2014

Sinfóníuhljómsveit Norđurlands  20 ára
SN hefur vaxiđ jafnt og ţétt ţau 20 ár sem hún hefur veriđ starfrćkt. Ţví má ţakka eldmóđi, ţrautseigju og óbilandi trú  margra á gildi hennar fyrir samfélagiđ ađ ógleymdum viđtökum tónleikagesta. Sinfónían hefur skapađ tćkifćri fyrir  tónlistarfólk á landsbygginni og aukiđ frambođ og fjölbreytni tónlistarviđburđa á Akureyri. Ţessi fjölbreytni endurspeglast sérstaklega vel í efnisvali hljómsveitarinnar á ţessu tónleikaári. Hnotubrjóturinn gleymist seint ţeim sem heyrđu og sáu og  tónleikar ásamt Eivöru Pálsdóttur í febrúar síđstliđnum vöktu mikla athygli og ţóttu einstakir.


Mahler og Pollapönk

Voriđ er einstaklega litríkt og endurspeglar fjölhćfni hljómsveitarinnar sem bregđur sér í allra kvikinda líki eins og ekkert sé. Á skírdag fagnar SN
20 ára starfsafmćli sínu međ ţví ađ ráđast í stćrsta verk sitt til ţessa eđa 6. sinfóníu Mahlers, sem er talin ein magnađasta sinfónía allra tíma. SN kallar til liđs viđ sig Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands og langt komna nemendur Tónlistarskólans á Akureyri. Aldrei áđur hefur hljómsveitin veriđ svo fjölmenn en 100 manns stíga á stokk. Viku síđar á sumardaginn fyrsta vendir hljómsveitin kvćđi sínu í kross og flytur pönk í fyrsta sinn á ferli sínum ásamt Evróvisjónförunum Pollapönk og á ţriđja hundrađ nemendum Tónlistarskólans á Akureyri og bođar fordómalaust og fjörugt sumar. Báđir tónleikarnir eru undir stjórn Guđmundar Óla Gunnarssonar og Daníel Ţorsteinsson útsetti fyrir SN og Pollapönk.

 
Veriđ hjartanlega velkomin, miđasala á menningarhus.is og í síma 450 1000

SN 20 ára spilar eina mögnuđustu sinfónía allra tíma á skírdag og pönk viku síđar

06. mars 2014

Sinfóníuhljómsveit Norđurlands fagnar tuttugu ára afmćli á ţessu starfsári. Hljómsveitin hefur vaxiđ jafnt og ţétt sem má ţakka eldmóđi, ţrautseigju og óbilandi trú  margra á gildi hennar fyrir samfélagiđ ađ ógleymdum viđtökum tónleikagesta. Sinfónían hefur skapađ tćkifćri fyrir  tónlistarfólk á landsbygginni og aukiđ frambođ og fjölbreytni tónlistarviđburđa á Akureyri. Ţessi fjölbreytni endurspeglast sérstaklega vel í efnisvali hljómsveitarinnar á ţessu tónleikaári. Hnotubrjóturinn gleymist ekki ţeim sem heyrđu og sáu og nú síđast steig Eivör Pálsdóttir á sviđ međ SN og eftir tónleikana mátti heyra ummćli eins og: yfirnáttúrlegt, glćsilegt og einstakt! 

Nćst á efnisskrá SN 16. mars er er ţögla kvikmyndin „Innflytjandinn“ eftir Charlie Chaplin ţar sem píanó- og fagottleikarinn Páll Barna Szabó leikur undir af fingrum fram. Ennfremur flytur hann Sellósvítu nr. 4 í Es-dúr eftir J. S. Bach í eigin útsetningu fyrir fagott og loks frumflytur hann eigiđ verk „Brabrand“ í B- dúr. 

Mahler og Pollapönk 
Voriđ framundan er skemmtilega litríkt hjá Sinfóníuhljómsveit Norđurlands. Á skírdag 17. apríl rćđst hljómsveitin í sitt mesta stórvirki hingađ til. Hundrađ manna hljómsveit flytur 6. sinfóníu Mahlers, eina mögnuđustu sinfóníu allra tíma. Ţetta er verk andstćđna, ástar og reiđi, dramatíkur og kyrrđar. Rétt um viku síđar, sumardaginn fyrsta 24. apríl vendir Sinfóníuhljómsveitin kvćđi sínu í kross og spilar pönk í fyrsta sinn á ferlinum. Ţađ gerir hún međ hinum einu sönnu Pollapönkurum og 200 nemendum úr Tónlistarskólanum á Akureyri. Starfsárinu mun ţví ljúka međ miklu og fordómalausu fjöri.

Sumardagurinn fyrsti Pollapönk ásamt SN og TA

21. febrúar 2014

Hljómsveitin  Pollapönk fulltrúar Íslands í Eurovision 2014 gengur til liđs viđ Sinfóníuhljómsveit Norđurlands og  nemendur í Tónlistarskólanum á Akureyri á sumardaginn fyrsta ţann 24. apríl kl. 14:00 og 16:00. Bođiđ verđur upp á líflega tónleika ţar sem allir taka ţátt, líka áheyrendur Flutt verđa vinsćlustu lög Pollapönks í kröftugum útsetningum og búast má viđ miklu fjöri, mikilli Eurovisjón stemningu og ađ sjálfssögđu engum fordómum.

Miđaverđ er kr. 1.800 fyrir 18 ára og yngri en fullt verđ er kr.3.900, vinsamlegast hafiđ samband viđ miđasölu Hofs í síma: 450 1000

                            Tónlist er fyrir alla, krakka međ hár, kalla međ skalla og allt ţar á milli!